Dacoda þróar nýjan Olís.is vef

Dacoda sá um forritun og uppsetningu á nýjum vef Olís og Júní sáu um fallega hönnun vefsins. Olís hefur verið á fleygiferð í stafrænni vegferð og hefur nú gefið út nýjan vef samhliða nýju Olís appi. Þar sem Olís var að fara gefa út glæsilegt nýtt app var nauðsynlegt að fríska upp á og uppfæra vefinn í leiðinni.
Dacoda þróar nýjan Olís.is vef

Olís var á höttunum eftir aðila sem gæti tekið við verkefninu og leyst það á einfaldan og hagkvæman máta. Leituðu þau til Dacoda. Við heyrðum í Arnari Helga Jónssyni, verkefnastjóra umbóta og viðskiptaþróunar hjá Olís og fengum að heyra hvernig árangur og framvinda verkefnisins gekk.

Þörf á uppfærslu

Gamli Olísvefurinn hafði þjónað tilgangi sínum vel, hins vegar var vefurinn orðinn að einhverskonar upplýsingavölundarhúsi, í gegnum árin höfðu safnast ýmsar síður og gögn sem hafi gert vefinn þungan og flókinn, var augljóst að vefurinn þurfti uppfærslu í samræmi við nýtt app.

Af hverju Dacoda var valið í verkefnið.

Þegar kom að því að velja samstarfsaðila í verkefnið ákvað Olís að leita til Dacoda þar sem fyrirtækin hafa verið í samstarfi til fjölda ára, til að mynda hafði Dacoda séð um gamla vef Olís. „Við höfum unnið með Dacoda í mörg ár og höfum alltaf verið mjög ánægð með samskipti, þeir eru snöggir í svörum, vinna verk og leysa vandamál“ segir Arnar.

Framvinda og samstarf

Samstarfið gekk vel. „Það var frekar þannig að Dacoda var að ýta á okkur en öfugt, sem var mjög þægilegt“ segir Arnar. „Þegar hönnunin var klár þurfti að laga nokkra hluti áður en vefurinn fór í loftið, en það var leyst hratt og örugglega.“

Prismic sem vefkerfi

Olís valdi vefkerfið Prismic, meðal annars vegna samhæfingar við Olís appið.

„Við höfðum valið að nota Prismic fyrir appið okkar. Það hentaði sérstaklega vel fyrir undirsíður eins og stöðvakortið, tilboð og þjónustu. Með því að hafa allt á einum stað getum við uppfært efnið okkar hraðar og á báðum stöðum í einu í stað þess að þurfa að uppfæra báða miðla“ segir Arnar.

Jákvæð viðbrögð

Nýi vefurinn hefur fengið jákvæð viðbrögð. „Vefurinn er einfaldur og notendavænn, sem var markmiðið frá byrjun.“

Arnar er ánægðastur með uppfærsluna á stöðvakortinu. „Við gerðum kortið mun betra og notendavænna, með möguleika á að sía eftir þjónustuflokkum, dælutegund eða þjónustu sem er í boði“ segir Arnar. „Við vildum finna hentuga lausn og ákváðum að nota Mapbox, sem hefur reynst vel.“

Næstu skref í stafrænu vegferð Olís eru nú þegar hafin. „Við erum að vinna að nýjum OB.is vef og tökum þetta í áföngum."

Með lausnamiðaðri hugsun smíðum við lausnina

Magnús Hafþórsson
Magnús Hafþórsson

Sölu & markaðsstjóri

magnus@dacoda.is