Dacoda sá um forritun og uppsetningu á nýjum vef Olís og Júní sáu um fallega hönnun vefsins. Olís hefur verið á fleygiferð í stafrænni vegferð og hefur nú gefið út nýjan vef samhliða nýju Olís appi. Þar sem Olís var að fara gefa út glæsilegt nýtt app var nauðsynlegt að fríska upp á og uppfæra vefinn í leiðinni.
Olís hefur nú verið með Signital á öllum sínum upplýsingaskjám og stöðvum í heilt ár. Innleiðingin hefur gengið gríðarlega vel þrátt fyrir að vera mjög umfangsmikil og með þörf á mjög sveigjanlegum útfærslum. Olís er nú með 140 upplýsingaskjái á 21 stöð og 3 mismunandi vörumerki.
Samkaup nýtir upplýsingaskjái til að styrkja ásýnd sína í verslunum með því að samhæfa markaðsskilaboð og keyra áhrifaríkar markaðsherferðir.
Hagkaup innleiddi Signital skjákerfið fyrir ári síðan og hefur kerfið nú verið uppsett í öllum verslunum Hagkaups. Upplifun og ánægja Hagkaups af Signital hefur verið gríðarlega jákvæð þar sem kerfið hefur einfaldað umfang og utanumhald á tugum skjá.