Hvernig Hagkaup styrkir ásýnd með upplýsingaskiltum

Hagkaup innleiddi Signital skjákerfið fyrir ári síðan og hefur kerfið nú verið uppsett í öllum verslunum Hagkaups. Upplifun og ánægja Hagkaups af Signital hefur verið gríðarlega jákvæð þar sem kerfið hefur einfaldað umfang og utanumhald á tugum skjá.
Hvernig Hagkaup styrkir ásýnd með upplýsingaskiltum

Það getur reynst flókið að vera með marga upplýsingaskjái sem þarf að uppfæra og stýra hvað birtist hvenær og hvar. Það er ekki spennandi tilhugsun að keyra út um allan bæ til að uppfæra eina mynd á 40 skjám. Það er þó raunveruleiki sumra fyrirtækja.

Hagkaup innleiddi skjákerfið Signital fyrir ári síðan og hefur kerfið verið sett upp í öllum verslunum Hagkaups. Upplifun og ánægja Hagkaups af Signital hefur verið gríðarlega jákvæð þar sem kerfið hefur einfaldað umfang og utanumhald á tugum skjáa.

Einföld uppsetning og einfalt kerfi

Eitt af því fyrsta sem Hagkaupsteymið tók eftir var hversu einfalt það er að setja upp og læra á Signital. Harpa Gústavsdóttir, grafískur hönnuður Hagkaups segist ekki vera tæknisérfræðingur en kerfið sé einfalt og allir ættu að geta lært á það. Hún segist halda einna hvað mest upp á virkni "playlista" í Signital þar sem hún getur skipulagt efni eftir degi og tíma dags.

Til dæmis eru aðrar áherslur á virkum dögum og um helgar. "Við erum mjög reglulega með helgartilboð, Taxfree daga og þess háttar og þá einfaldar playlistinn mér mikið að skipta út og tímasetja efni á skjáunum."

Allir skjáir tengdir við skýið

Signital gerir gerir Hagkaup kleift að stjórna öllum upplýsingaskjám félagsins á einum stað, hvar sem þeir eru á landinu. Starfsfólk geti uppfært skjánna hvaðan sem er, hvort sem það er á skrifstofu eða heima í símanum. Hagkaupsteymið er virkilega ánægt með þann möguleika sem einfaldar þeim lífið töluvert.

Aukin upplifun í verslunum

Signital gerir meira en að sýna einungis tilboð og vörur heldur einnig auka upplýsingaskjáir ásýnd verslananna með því að samhæfa markaðsskilaboð eins og auglýsingar, rödd félagsins og Hagkaups upplifun viðskiptavina.

Signital opnar fyrir nýja þjónustu

Með tilkomu Signital getur Hagkaup nú byrjað að selja auglýsingar á skjái sína í verslunum á einfaldan máta, með kerfi eins og Signital er hægt að tryggja að auglýsingar birtast á réttum tíma, réttum stað og við réttar aðstæður í verslunum.

Frábær þjónusta við viðskiptavini

Fyrir utan kerfið sjálft hefur Hagkaup verið gríðarlega ánægð með þjónustu Signital. „Þjónustan er framúrskarandi, teymið er fljótt og alltaf tilbúið að aðstoða“ segir Harpa og telur þjónustuna hafa skipt þau sköpum við innleiðingu og upplifun af kerfinu. Einnig er verðlagning kerfisins mjög sanngjörn.

Prófaðu Signital frítt á þínum vinnustað með því að búa til aðgang að kerfinu hér.

Prófaðu Signital frítt á þínum vinnustað

Magnús Hafþórsson
Magnús Hafþórsson

Sölu & markaðsstjóri

magnus@dacoda.is