Samkaup bætir upplýsingaflæði með skjákerfinu Signital

Samkaup nýtir upplýsingaskjái til að styrkja ásýnd sína í verslunum með því að samhæfa markaðsskilaboð og keyra áhrifaríkar markaðsherferðir.
Samkaup bætir upplýsingaflæði með skjákerfinu Signital

Vel heppnaðar markaðsherferðir

Samkaup nýtir upplýsingaskjái til að styrkja ásýnd sína í verslunum með því að samhæfa markaðsskilaboð og keyra áhrifaríkar markaðsherferðir. Gaman er að nefna þeirra nýjustu hátíðarherferð þeirra sem hét jóla appdagatalið þar sem Samkaup bauð upp á ýmis tilboð í verslunum sínum sem birt voru á auglýsingaskjám. Árungurinn af þeirri herferð var gríðarlegur þar sem margar vörur á tilboði seldust upp strax í byrjun dags.

Skipulagning efnis fram í tímann

Að halda utan um upplýsingaskjái í um 60 verslunum getur verið flókið verk, Samkaup þurfti að reiða sig á þjónustu þriðja aðila til þess að sjá um upplýsingaskjái sína, sú þjónusta sá um að uppfæra skjái fyrir fyrirtækið með tilheyrandi kostnaði, auka vinnu og tíma. Með tilkomu Signital getur Samkaup nú séð um alla sína upplýsingaskjái þar sem hvaða starfsmaður sem er, hvar og hvenær sem er getur stýrt birtingu á skjám í öllum verslunum þeirra. Albert Þór Kristjánsson forstöðumaður í upplýsingatækni og stafrænni þróun Samkaupa segir tilkomu kerfisins hafa verið mikla hagræðingu fyrir verslanir Samkaupa. Kerfið hefur minnkað vinnu, umstang og kostnað við upplýsingaskjái.

Einfaldara utanumhald og hagræðing í rekstri

Albert segir kerfið vera gríðarlega einfalt í uppsetningu og viðhaldi þar sem hver sem er geti lært á kerfið og séð um að viðhalda því. Einn af bestu kostum kerfisins er möguleikinn að geta unnið sig fram í tímann með því að skipuleggja birtingar í kerfinu fram í tímann. Þannig þarf starfsfólk ekki að vera stressa sig á að vera tilbúð að birta markaðsefni á skjám félagsins í tíma og ótíma, kerfið sér um að birta efni á tilætluðum tíma.

Betra upplýsingaflæði til viðskiptavina og starfsfólks

Spurður hvort Signital hafi bætt upplifun viðskiptavina segir Albert „Eftir að við fórum að nota Signital hefur það bætt upplýsingaflæði til viðskiptavina inn í verslun og mun bæta upplýsingaflæði til starfsfólks í innri markaðssetningu.“

Fyrirmyndarþjónusta frá Signital

Samkaup segir vera gríðarlega ánægð með þjónustu Signital og brugðist sé hratt við fyrirspurninum og aðstoð. Samkaup segir einnig að Signital hafi verið liður í frekari uppbyggingu á upplýsingaskjáneti þeirra.

Með lausnamiðaðri hugsun smíðum við lausnina

Magnús Hafþórsson
Magnús Hafþórsson

Sölu & markaðsstjóri

magnus@dacoda.is