Signital breytir sjónvörpum í upplýsingaskilti

Hvernig geta 100 sjónvörp spilað sömu myndina á sama tíma?
Signital breytir sjónvörpum í upplýsingaskilti

Hefur þú einhverntíman stigið inn í raftækjabúð og séð 100 sjónvörp spila sömu myndina á sama tíma og velt fyrir þér hvernig þetta sé hægt? Stutta svarið er skjákerfi!

Signital skjákerfi í skýinu

Signital skjákerfi hefur nú verið í þróun hjá Dacoda síðastliðin ár. Kerfið gerir fyrirtækjum kleift að umbreyta hvaða skjá sem er í stafrænt upplýsingaskilti. Kerfið hefur verið í notkun hér á landi í nokkur ár hjá fyrirækjum eins og Olís og Hagkaup. Nú í haust er stefnt á að gefa lausnina út sem skýjalausn og aðgengilega fyrir hvern sem er í gegnum vafra.

Þú þarft engan dýran spilara, bara sjónvarp

Flestar skjálausnir sem eru í boði í dag krefjast íþyngjandi fjárfestingu fyrir fyrirtæki þar sem oft þurfi að fjárfesta í dýrum spilurum og hugbúnaði til þess að keyra efni á upplýsingaskiltum.

Signital er einstakt á markaði þar sem það virkar einstaklega vel á hvaða nettengdu sjónvarpi sem er og því í flestum tilfellum óþarfi að fjárfesta í dýrum vélbúnaði.

Sé sérstök þörf á eða fyrirtæki eigi slíkan búnað tengist Signital fjölbreyttu úrvali spilara og tækja, þar á meðal Samsung Smart TV, Tizen, Fire TV, PC, Android, BrightSign og Raspberry Pi.

Hentar vel fyrir allan rekstur

Signital er einstaklega hentugt fyrir veitingastaði, verslanir, gististaði og skrifstofuhúsnæði og allan annan rekstur, uppfærðu matseðillinn eða birtu sértilboð eftir tíma dags, kveiktu á Rúv, birtu afmælisdaga starfsfólks. Valmöguleikarnir eru óteljandi og líklega eina sem kemur til með að stoppar þig er hugmyndaflugið.

Hefur þú áhuga á að prófa Signital frítt á þínum vinnustað fyrr en aðrir?
Hafðu samband hér fyrir neðan eða í magnus@dacoda.is

Prófaðu Signital frítt á þínum vinnustað

Magnús Hafþórsson
Magnús Hafþórsson

Sölu & markaðsstjóri

magnus@dacoda.is